Komið vel á veg |
Framvinda verkefnisins
Fjármögnuð aðgerðaáætlun í loftslagsmálum var kynnt haustið 2018 af sjö ráðherrum í ríkisstjórninni og kom önnur útgáfa hennar út sumarið 2020. Í áætluninni eru sett markmið um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda sem er lykilatriði til að koma í veg fyrir neikvæð áhrif loftslagsbreytinga á lífríki hafsins. Auk aðgerða til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda er brýnt að fylgjast með áhrifum súrnunar sjávar á lífríki hafsins og hefur samningur verið gerður við Hafrannsóknastofnun þess efnis.
Áfram verður unnið á grundvelli aðgerðaáætlunar. Hafrannsóknastofnun stundar auk þess rannsóknir vegna súrnunar sjávar.
Ábyrgð
Umhverfis- og auðlindaráðuneytið
Samstarfsráðuneyti
Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytiðKafli
Umhverfi og loftslag