Lokið |
Framvinda verkefnisins
Markmið alþjóðasamstarfsins, einkum á vegum OECD, er að koma í veg fyrir að skattaðilar komi sér undan greiðslu skatta með skerðingu skattstofna og tilfærslu hagnaðar. Helstu farvegir samstarfsins eru, í fyrsta lagi, samningar milli landa um aukna upplýsingagjöf byggða nýjum staðli um upplýsingaskipti um fjárhagsmálefni (CRS) og skýrslum um starfsemi fjölþjóðlegra fyrirtækjasamtæðna. Í öðru lagi fullgilding marghliða samnings (MLI) um breytingar á tvísköttunarsamningum í samræmi við lágmarkskröfur sem samkomulag er um á milli aðildarríkja OECD.
Síðustu ár hafa verið stigin stór skref í íslenskri skattalöggjöf við að innleiða alþjóðlegar reglur sem hafa það að markmiði að koma í veg fyrir skattundanskot og skattasniðgöngu. Dæmi um slíkt er skráning á raunverulegum eigendum, lögfesting og innleiðing, MLI og BEPS. Innan OECD er stefnt að sameiginlegri niðurstöðu um skattlagningu stafræna hagkerfisins um mitt ár 2021. Verkefnið er viðvarandi. Á kjörtímabilinu verður áframhaldandi OECD samstarf og aðild að samningum.
Ábyrgð
Fjármála- og efnahagsráðuneytið
Kafli
Þróttmikið efnahagslíf