Hoppa yfir valmynd
Komið vel á veg

Framvinda verkefnisins

Starfshópur um kjör aldraðra skilaði tillögum í desember 2018 um hvernig bæta megi kjör þeirra sem búa við lökustu kjörin.

Lög um félagslegan viðbótarstuðning við tekjulægsta hóp aldraðra tóku gildi í júlí 2020.

Unnið er að tillögum að aðgerðum til að bæta hag næstu tekjutíunda aldraðra, en það eru þeir sem hafa engar tekjur aðrar en lífeyri almannatrygginga og /eða búa við íþyngjandi húsnæðiskostnað, ýmist í leiguhúsnæði eða skuldsettu húsnæði. tillögur að aðgerðum fyrir eldri borgara sem búa við íþyngjandi húsnæðiskostnað. 

Starfshópur ráðherra um framkvæmd fjárhagsaðstoðar til framfærslu skilaði tillögum sínum í mars 2019. Kolbeinn H. Stefánsson hjá Edda Öndvegissetri gerði skýrslu fyrir Velferðarvaktina í febrúar 2019 um Lífskjör og fátækt barna á íslandi 2004-2016 ásamt tillögum.  

Haustið 2019 var búið til sérstakt teymi um efnahag heimilanna innan félagsmálaráðuneytisins. Gerir teymið ráð fyrir að skila tillögum til félags- og barnamálaráðherra um mitt ár 2021 um aðgerðir í þágu þessa hópa.

Ábyrgð

Félagsmálaráðuneytið

Kafli

Jöfn tækifæri

Til baka
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta