Komið vel á veg |
Framvinda verkefnisins
Undanfarin ár hefur verið unnið að ýmsum verkþáttum í tengslum við mögulega uppbyggingu á nýjum þjóðarleikvangi í knattspyrnu á Laugardalsvelli. Í kjölfar skýrslu starfshóps, sem skipaður var af forsætisráðherra árið 2018, var stofnað félag um verkefnið í samstarfi ríkis, Reykjavíkurborgar og KSÍ. Félagið, Þjóðarleikvangur ehf., vann sviðsmyndagreiningar með valmöguleika til ákvörðunar um væntanlega uppbyggingu á Laugardalsvelli. Unnið var kostnaðar- og tekjumat vegna fjögurra mismunandi sviðsmynda við endurnýjun Laugardalsvallar og fyrir liggur greining á nokkrum sviðsmyndum. Ákvörðun um að halda áfram starfsemi félagsins um þjóðarleikvang liggur fyrir og í undirbúningi eru formlegar viðræður við Reykjavíkurborg um stofnkostnað.
Ábyrgð
Mennta- og menningarmálaráðuneytið
Samstarfsráðuneyti
Fjármála- og efnahagsráðuneytið og forsætisráðuneytiðKafli
Sterkt samfélag