Lokið |
Framvinda verkefnisins
Þann 11. júní 2018 var samþykkt þingsályktun nr. 26/148 um stefnu stjórnvalda um uppbyggingu flutningskerfis raforku, með áherslum í þessa veru. Kerfisáætlun Landsnets hefur síðan þá tekið mið af þeim áherslum, í samræmi við rafokulög. Forgangsröðun mikilvægra framkvæmda.
Áherslur úr þingsályktun þegar komnar til framkvæmda. Landsnet áætlar framkvæmdir upp á 80 milljarða króna á næstu árum. Sérstök greining liggur fyrir á möguleikum jarðstrengja. Samþykkt og fjármagnað 600 m.kr. átak í þrífösun og jarðstrengjavæðingu dreifikerfis raforku á næstu 5 árum, þannig að því lúki 2025. Breyting á lögum um jöfnun dreifikostnaðar samþykkt á haustþingi 2020 sem tryggir, ásamt fjármálaáætlun, viðbótarframlög í jöfnun dreifikostnaðar í þéttbýli og dreifbýli þannig að fullri jöfnun er náð frá og með september 2021. Að frumkvæði ANR var lagt fram á haustþingi 2020 frumvarp til laga um einföldun og aukna skilvirkni í leyfisveitingarferlum vegna framkvæmda í flutningskerfi raforku. Og sérstöku stöðugildi bætt við hjá Skipulagsstofnun vegna þeirra mála.
Ábyrgð
Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið
Samstarfsráðuneyti
Umhverfis- og auðlindaráðuneytiðKafli
Sterkt samfélag