Lokið |
Framvinda verkefnisins
Stafræn þjónusta hins opinbera verður stóraukin, þjónustuferlar sem verða einfaldaðir og gerðir sjálfvirkir auk þess sem nauðsynlegir tækniinnviðir verða innleiddir til að gera stafræna þjónustu mögulega. Markmið Stafræns Íslands er að gera samskipti við opinbera aðila snurðulaus og þægileg með því að bæta aðgengi, einfalda ferla og leggja áherslu á að veita þjónustu sem uppfyllir þarfir notenda.
Gert er ráð fyrir að verkefnastofa um stafrænt Ísland hafi lokið við að stafvæða yfir 350 verkefni á árinu 2020 og er stafræn samskipti orðin meginsamskiptaleið við hið opinbera. Stefnumörkun í verkefninu liggur fyrir ásamt aðgerðaráætlun og skipulag hefur verið mótað til að koma verkefninu í fastan farveg en það verður viðvarandi á komandi árum.
Ábyrgð
Fjármála- og efnahagsráðuneytið
Kafli
Lýðræði og gagnsæi