Hoppa yfir valmynd

Verkefni

Áhersla verður lögð á að auka traust almennings á upplýsingatækni, persónuvernd og mikilvægi tjáningarfrelsis.

Ráðuneyti

Háskóla-٫ iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið

Kafli

Stafrænar umbreytingar

Framvinda

Stöðugt er unnið að því að auka traust almennings á upplýsingatækni. Meðal aðgerða hafa verið áframhaldandi framkvæmd aðgerða í aðgerðaáætlun stjórnvalda í netöryggismálum. Þá er háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið að fylgjast vel með þróun á sviði rafrænna auðkenninga og traustþjónustna, og þá sérstaklega breytingum á regluverki innan Evrópu (svokallað eIDAS2), en þróun á því sviði er til þess fallin að auka verulega traust í tengslum við viðskipti og veitingu þjónustu á netinu.
Þá hefur ráðuneytið unnið að stefnumótunarvinnu í málefnum gervigreindar og vinna stendur nú yfir að útbúa aðgerðaáætlun í gervigreindarmálum.  Auk þess hefur ráðuneytið hafið samtal við önnur ráðuneyti og haghafa um innleiðingu gervigreindarlöggjafar ESB, en gert er ráð fyrir að hún verði samþykkt ytra á vormánuðum 2024 og í kjölfarið tekin upp í EES samninginn. Í aðgerðaáætlun vegna netöryggismála eru aðgerðir er varða vitundarvakningu. Í haust mun fara fram kall eftir umsóknum vegna netöryggisstyrkja Eyvarar. 

Staða verkefnis

Komið vel á veg

Viðvarandi verkefni
Til baka
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta