Þingsályktunartillaga um aðgerðaáætlun um eflingu barnamenningar fyrir árin 2024-2028 var samþykkt á Alþingi 23. maí. Í aðgerðaáætluninni er sett fram sú framtíðarsýn að menningarlæsi, menningarþátttaka og miðlun menningararfs verði veigamikil atriði í uppvexti og skólastarfi barna og ungmenna. Menningar- og viðskiptaráðuneytið fer með samhæfingu og eftirfylgni með aðgerðaáætluninni. Þá mun menningar- og viðskiptaráðherra leggja fyrir Alþingi tillögu að aðgerðaáætlun fyrir árin 2028-2032 eigi síðar en árið 2027.