Hoppa yfir valmynd

Verkefni

Stutt verður við starfsaðstöðu og klasasamstarf hins opinbera og einkaaðila á landsbyggðinni.

Ráðuneyti

Innviðaráðuneytið

Kafli

Byggðamál

Framvinda

Framkvæmdahópur um óstaðbundin störf tók til starfa vorið 2023, skipaður fulltrúum innviðaráðuneytis, forsætisráðuneytis og fjármálaráðuneytis. Unnið er í samráði við Kjara- og mannauðssýslu ríkisins, Byggðastofnun, mannauðsstjóra ráðuneyta, Félag forstöðumanna ríkisstofnana o.fl. Haustið 2023 var samið við RHA um framkvæmd könnunar um óstaðbundin störf. Niðurstöður lágu fyrir í lok febrúar 2024 sem og samanburður við könnun sem gerð var 2020. Vorið 2024 veittu byggðarannsóknasjóður og innviðaráðuneytið RHA styrk til að rannsaka reynslu ríkisstofnanna og ráðuneyta af því að bjóða upp á óstaðbundin störf. Þá hefur Byggðastofnun uppfært kortagrunn með mögulegar starfsstöðvar fyrir óstaðbundin störf og gerðar hafa verið breytingar á Starfatorgi og ráðningakerfi ríkisins. Unnar voru leiðbeiningar fyrir stjórnendur varðandi óstaðbundin störf. Fundað var með mannauðsstjórum allra ráðuneyta í apríl. Unnið er að útfærslu samkeppnispotta og stefnt að því að auglýsa eftir umsóknum í byrjun september. 

Staða verkefnis

Komið vel á veg
Til baka
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta