Hoppa yfir valmynd

Verkefni

Í þróunarsamvinnu Íslands verður stóraukin áhersla lögð á loftslagsmál. Sérstaklega verður horft til verkefna á sviði sjálfbærrar orku með tilliti til íslenskrar sérþekkingar á borð við jarðhitanýtingu, sjálfbæra orku- og auðlindanýtingu, náttúrlegra lausna s.s. landgræðslu og endurheimt vistkerfa og jafnréttismál.

Ráðuneyti

Utanríkisráðuneytið

Kafli

Utanríkis- og alþjóðamál og þróunarsamvinna

Framvinda

1) Á vettvangi Atlantshafsbandalagsins þá bauð utanríkisráðuneytið til fyrsta fundar loftslagserindreka NATO sem fram fór í Hörpu 11 júní sl. Sérstakur erindreki utanríkisráðuneytisins á sviði loftslagsmála boðaði til fundarins í samvinnu við loftslagsdeild NATO en aðstoðarframkvæmdastjóri samtakanna, David van Weel, var á meðal þeirra sem sóttu fundinn. Á fundinum var meðal annars ákveðið að efna árlega til fundar með loftslagserindrekum aðildarríkjanna. Sömuleiðis veittu fulltrúarnir framkvæmdastjórninni ráðgjöf um mögulega þátttöku í ríkjaráðstefnu loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna, sem mikill áhugi er fyrir hjá bandalaginu. Loks fór umtalsverður tími í að kynna vinnu stefnu Atlantshafsbandalagsins í loftslagsmálum fyrir aðildarríkjum.
2) Hópur um stuðning við aðlögunaraðgerðir hittist á ríkjaráðstefnunni í Dubai og er sá fundur orðinn að föstum lið til að auka upplýsingarflæði innan hópsins og til kynna nýja þætti í starfi ríkja um aðlögunarmál á alþjóðavettvangi.
3) Ísland hefur verið mjög virkt í einstökum verkefnum um loftslagsmál sem ráðuneytið styður fjárhagslega. Þannig var stýrisnefndarfundur SOFF, sem er sjóður undir Alþjóðaveðurfræðistofnuninni, WMO, haldinn í Reykjavík 18. - 19. júní sl. Ísland situr einnig í stýrisnefnd Climate Promise (UNDP), ráðgjafarráði SEforALL, og sömuleiðis í stjórn Norræna þróunarsjóðsins NDF, svo dæmi séu tekin.

Staða verkefnis

Komið vel á veg

Viðvarandi verkefni
Til baka
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum