Hoppa yfir valmynd

Verkefni

Skipulag náms tengdu matvælaframleiðslu á framhaldsskólastigi verður endurskoðað með það að markmiði að styrkja bæði menntun og rannsóknir.

Ráðuneyti

Mennta- og barnamálaráðuneytið

Kafli

Menntamál

Framvinda

Mennta- og barnamálaráðuneytið rýnir nú skýrslu Sjávarútvegsmiðstöðvar Háskólans á Akureyri: "Lagareldi, mannauður og menntun" sem unnin var að frumkvæði matvælaráðuneytisins en í skýrslunni eru fjölmargar tillögur er snúa að menntun í matvælagreinum. Meðal annars er lagt til að skipa fagráð um nám í lagareldi með fulltrúum hagsmunaaðila, að útfæra námskrár og áfangalýsingar, hæfniþrep og gæðaviðmið í námi í lagareldi. Þá er lagt til að þróa og auka enn frekar námsframboð á framhalds- og háskólastigi fyrir starfsmenn í lagareldi, s.s. starfsþjálfun og bóknám á sviði líffræði, lífeðlisfræði, heilbrigði dýra, tækni, sjómennsku, lögfræði og viðskiptatengdum greinum. Fisktækniskóli Íslands ehf. býður upp á fjölbreytt nám á framhaldsskólastigi að norskri fyrirmynd í samstarfi við fyrirtæki í sjávarútvegi. Í fjórum framhaldsskólum á landinu eru í þróun námsbrautir þar sem boðið verður upp á nám í fiskeldi og tengdum greinum. Við Menntaskólann á Ísafirði stendur til að hefja kennslu á nýrri þriggja ára stúdentsbraut í fiskeldi í samstarfi við Vestfjarðastofu og þrjú fiskeldisfyrirtæki á Vestfjörðum. Innan brautarinnar er eins árs nám sem kennir grunnþætti til starfa í fiskeldi. Námið verður kennt í samstarfi við Fjölbrautaskólann á Snæfellsnesi, Fjölbrautaskólann á Sauðárkróki og VMA.  

Staða verkefnis

Hafið
Til baka
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta