Hoppa yfir valmynd

Verkefni

Friðsamlegar lausnir, sjálfbær þróun, jafnrétti kynjanna, lýðræði og mannréttindi eru hornsteinar íslenskrar utanríkisstefnu.

Ráðuneyti

Utanríkisráðuneytið

Kafli

Utanríkis- og alþjóðamál og þróunarsamvinna

Framvinda

Alþingi samþykkti einróma 15. desember þingsályktun um stefnu um alþjóðlega þróunarsamvinnu Íslands fyrir árin 2024-2028. Stefnan byggir á því sem vel hefur tekist á undanförnum árum, niðurstöðum úttekta og nýafstaðinni jafningjarýni Þróunarsamvinnunefndar OECD (DAC) þar sem meðal annars var lögð áhersla á mikilvægi þess að Ísland hafi áfram skýra og einbeitta nálgun í sinni þróunarsamvinnu. Ný stefna er komin til framkvæmda og er unnið samkvæmt henni innan þróunarsamvinnuskrifstofu utanríkisráðuneytisins. Í því samhengi hefur formlega verið opnuð ný sendiskrifstofa í Síerra Leóne sem er þriðja samstarfsríki Íslands í tvíhliða þróunarsamvinnu. 

Utanríkisráðherra lagði fram árlega skýrslu um utanríkismál til Alþingis þann 13. maí síðastliðinn. Í henni gerði ráðherra sérstaklega grein fyrir helstu áherslum og stefnu ríkisstjórnarinnar og tekur til allra þátta utanríkisstefnunnar á sviðum viðskipta, pólitískra samskipta, þróunarsamvinnu og varnarmála auk fjölþjóðlegs samstarfs á vettvangi Sameinuðu þjóðanna.

Staða verkefnis

Komið vel á veg

Viðvarandi verkefni
Til baka
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta