Verkefni
Lögð verður áhersla á frjáls og opin alþjóðaviðskipti og greiðan aðgang íslensks atvinnulífs að erlendum mörkuðum. Haldið verður áfram að afnema viðskiptahindranir og horft til þess að fjölga fríverslunarsamningum, bæði tvíhliða og í samvinnu við önnur EFTA-ríki.
Ráðuneyti
UtanríkisráðuneytiðKafli
Utanríkis- og alþjóðamál og þróunarsamvinna
Framvinda
Fríverslunarsamningaviðræður eru í gangi á vettvangi EFTA við Kósovó, Taíland, Víetnam, Malasíu og MERCOSUR-ríkin. Einnig hófust viðræður um uppfærslu fríverslunarsamnings EFTA-ríkjanna við Úkraínu í apríl 2024. Samkomulag náðist milli EFTA-ríkjanna og Indlands um viðskiptasamning í febrúar 2024 og var samningur undirritaður í mars. Einnig náðist samkomulag milli EFTA-ríkjanna og Síle í janúar 2024 um uppfærslu fríverslunarsamnings og verður samningurinn undirritaður á ráðherrafundi EFTA í júní 2024. Efnahagssamráð við Bandaríkin fór fram í Washington í apríl 2024 og samráð milli EFTA og viðskiptaráðuneytis Bandaríkjanna fór fram í Washington í desember 2023. Stefnt er að því að halda fund sameiginlegrar nefndar Kína og Íslands á grundvelli fríverslunarsamnings ríkjanna haustið 2024. Fastafulltrúi Íslands gagnvart WTO leiðir viðræður um ríkisstyrki í sjávarútvegi og verður reynt að ná niðurstöðu sumarið 2024. Áfram er unnið að gerð loftferðasamninga og tvísköttunarsamninga.Staða verkefnis
Komið vel á vegViðvarandi verkefni