Verkefni
Unnið verður markvisst að því að efla net- og fjarskiptaöryggi.
Ráðuneyti
Háskóla-٫ iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytiðKafli
Stafrænar umbreytingar
Framvinda
Staða aðgerða í aðgerðaáætlun stjórnvalda um netöryggi er eftirfarandi. 11 aðgerðir í undirbúningi, 38 í vinnslu, 18 lokið og 1 hætt við. Nýtt netöryggisráð var skipað frá 1. maí. Drög að reglugerð um öryggi fjarskiptaneta og fjarskiptaþjónustu fóru í samráðsgátt og komu fram sex umsagnir sem eru til úrvinnslu hjá ráðuneytinu. Ráðherra lagði fram frumvarp um breytingu á fjarskiptalögum og lénalögum. Að mati ráðuneytisins fól breytingin á lénalögum í sér aukið netöryggi en í meðförum þingnefndar var sú breyting felld út. Leitað hefur verið leiða til að bregðast við mikilli aukningu á tilraunum til netsvika og hefur aðgerð þess efnis verið bætt á aðgerðaáætlun netöryggismála. Meðal þess sem þar er til skoðunar er enn skilvirkari niðurtekt svikasíðna og hvaða lagabreytinga sé þörf til að fækka megi svikasímtölum og SMS skilaboðum.Staða verkefnis
Komið vel á vegViðvarandi verkefni