Hoppa yfir valmynd

Verkefni

Unnið verður markvisst að því að efla net- og fjarskiptaöryggi.

Ráðuneyti

Háskóla-٫ iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið

Kafli

Stafrænar umbreytingar

Framvinda

Staða aðgerða í aðgerðaáætlun stjórnvalda um netöryggi er eftirfarandi. 11 aðgerðir í undirbúningi, 38 í vinnslu, 18 lokið og 1 hætt við. Nýtt netöryggisráð var skipað frá 1. maí. Drög að reglugerð um öryggi fjarskiptaneta og fjarskiptaþjónustu fóru í samráðsgátt og komu fram sex umsagnir sem eru til úrvinnslu hjá ráðuneytinu. Ráðherra lagði fram frumvarp um breytingu á fjarskiptalögum og lénalögum. Að mati ráðuneytisins fól breytingin á lénalögum í sér aukið netöryggi en í meðförum þingnefndar var sú breyting felld út. Leitað hefur verið leiða til að bregðast við mikilli aukningu á tilraunum til netsvika og hefur aðgerð þess efnis verið bætt á aðgerðaáætlun netöryggismála. Meðal þess sem þar er til skoðunar er enn skilvirkari niðurtekt svikasíðna og hvaða lagabreytinga sé þörf til að fækka megi svikasímtölum og SMS skilaboðum.

Staða verkefnis

Komið vel á veg

Viðvarandi verkefni
Til baka
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta