Verkefni
Styrkja þarf hlutverk ríkissáttasemjara til að bæta undirbúning og verklag við gerð kjarasamninga, fækka málum sem lenda í ágreiningi og tryggja að kjaraviðræður dragist ekki úr hófi fram, til að mynda með standandi gerðardómi í kjaradeilum sem eykur fyrirsjáanleika og réttaröryggi deiluaðila.
Ráðuneyti
Félags- og vinnumarkaðsráðuneytiðKafli
Vinnumarkaðsmál
Framvinda
Félags- og vinnumarkaðsráðherra skipaði starfshóp í júní 2023 sem meðal annars hefur það hlutverk að kanna hvort og þá hvernig rétt sé að styrkja enn frekar hlutverk og heimildir ríkissáttasemjara hér á landi, samanber framangreind markmið sem fram koma í stjórnarsáttmálaríkisstjórnarinnar.