Verkefni
Unnið verður að innleiðingu stafrænna lausna í heilbrigðisþjónustu og ný tækni nýtt til að auka gæði þjónustu og hagkvæmni. Stuðlað verður að nýsköpun og ýtt undir samstarf opinberra aðila og einkaaðila á sviði tæknilausna. Fjarheilbrigðisþjónusta verður sérstaklega efld.
Ráðuneyti
HeilbrigðisráðuneytiðKafli
Heilbrigðismál
Framvinda
Frumvarp um fjarheilbrigðisþjónustu var samþykkt á vorþingi Alþingis. Gefin hefur verið út uppfærð stefna um stafrænar heilbrigðislausnir. Búið er að semja um aðgang að 200 fjarheilbrigðisrásum sem hægt er að nýta til veitingu heilbrigðisþjónustu um allt land, reiknað er með að þær verði komnar í notkun í september næstkomandi. Þá leggur stýrihópur ráðuneytisins um stafrænar lausnir til að settur verð á fót undirhópur sem framkvæmi greiningu, í samvinnu við haghafa, á þörfum nýsköpunaraðila fyrir ráðgjöf og stuðning með það að markmiði að auðvelda þeim að þróa lausnir og koma þeim á framfæri. Áhersla á nýsköpun og stafrænar lausnir hafa ratað inn í flesta samninga Sjúkratrygginga Íslands, svo sem við sérgreinalækna, sjúkraþjálfara og rammasamning sálfræðinga.Staða verkefnis
Komið vel á vegViðvarandi verkefni