Um sendiskrifstofu
Aðalræðisskrifstofa Íslands í Nuuk var formlega opnuð þann 8. nóvember 2013, þegar Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra og Aleqa Hammond, þáverandi formaður landstjórnar Grænlands afhjúpuðu skjaldarmerki skrifstofunnar á byggingunni við Hans Egedesvej 9, Nuuk.
Ísland var fyrsta erlenda ríkið sem opnaði sendiskrifstofu í Grænlandi en í Nuuk er einnig starfandi bandarísk ræðisskrifstofa og kjörræðismenn fyrir nokkur ríki.
Verkefni skrifstofunnar er að auka samskipti og vináttu á milli nágrannalandanna Grænlands og Íslands, að veita Íslendingum á Grænlandi borgaraþjónustu og að stuðla að aukinni verslun og viðskiptum á milli landanna. Ennfremur að kynna Ísland og íslenska menningu fyrir Grænlendingum.
Aðalræðisskrifstofunni er einnig ætlað að hafa samstarf við grænlensk stjórnvöld á þeim sviðum sem heyra undir sjálfstjórn Grænlands og vinna að sameiginlegum málefnum á sviði norðurslóðasamstarfs og vestnorrænnar samvinnu.
Aðalræðisskrifstofa Íslands í Nuuk
HeimilisfangHans Egedesvej 9
3900, Nuuk
Sími: +299 348 380
Netfang
Afgreiðsla virka daga frá kl. 09:00 - 16:00
Aðalræðisskrifstofa Íslands í NuukFacebook hlekkurAðalræðisskrifstofa Íslands í NuukTwitte hlekkur