Útboð hjá NATO
Margvísleg útboð fara fram hjá NATO á hverju ári og er ávallt hægt að finna nýjustu útboðsupplýsingar á útboðsvef NSPA.
NCIA (NATO Communications and Information Agency), sem fer með samskipta og upplýsingamál bandalagsins, veitir upplýsingar um innkaup á þeirra vegum. Mælt er með að fylgjast með Twitter síðu NCIA til að nálgast upplýsingar þegar ný útboð eru birt.
Viðskiptaþjónusta utanríkisráðuneytisins aðstoðar einnig varðandi viðskiptatækifæri hjá NATO.