Fastanefnd Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum
Fréttir frá utanríkisráðuneytinu
Ísland hjá SÞ í New York
Fastanefndin fer með fyrirsvar íslenskra stjórnvalda gagnvart Sameinuðu þjóðunum (UN) í New York. Fastanefndin framkvæmir utanríkisstefnu stjórnvalda hverju sinni á vettvangi SÞ, samkvæmt fyrirmælum utanríkisráðuneytisins. Þá er fastanefndin einnig sendiráð Íslands gagnvart Dóminíska lýðveldinu og Kúbu.