Hoppa yfir valmynd

Brussel-vaktin

Brussel-vaktin, fréttabréf sendinefndar Íslands gagnvart Evrópusambandinu, er gefið út að jafnaði tvisvar í mánuði. Þar er greint frá því sem efst er á baugi í stefnumörkun Evrópusambandsins og á vettvangi EES-samningsins, í samræmi við samþykkta ritstjórnarstefnu.
Áskriftir

Yfirlit yfir EES mál 2014-2019

 

Yfirlitsskýrslur sendiráðsins

EES-samningurinn

Ísland er nátengt öðrum ríkjum Evrópu í sögulegu, pólítísku, efnahagslegu og menningarlegu tilliti. Ríki Evrópusambandsins (ESB) eru mikilvægasta markaðssvæði Íslands og meirihluti Íslendinga sem sækir sér menntun og atvinnu erlendis leitar þangað. Samningurinn um Evrópska efnahagssvæðið (EES-samningurinn) hefur síðan 1994 verið ein megin undirstaða þessara tengsla.

Frekari upplýsingar:

Schengen samstarfið

Frá 25. mars 2001 hefur Ísland verið þátttakandi í samstarfi með öðrum Evrópuríkjum sem kennt er við Schengen. Samvinna þessi felur í sér að fellt hefur verið niður eftirlit með ferðum fólks yfir sameiginleg landamæri 22 ríkja sem eiga aðild að ESB, sem og Íslands, Noregs, Liechtenstein og Sviss.  Á sama tíma hefur eftirlit verið styrkt gagnvart öðrum ríkjum utan svæðisins.

 

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum