Hoppa yfir valmynd

Viðskipti

Viðskiptaþjónusta utanríkisráðuneytisins er starfrækt í öllum sendiráðum Íslands til að efla samkeppnisstöðu og árangur íslenskra fyrirtækja á erlendum mörkuðum. Þar er m.a. veitt þjónusta við markaðsathuganir, leit að hugsanlegum samstarfsaðilum, ábendingar um vöru- og kynningarsýningar o.fl. 

Sendiráðin geta einnig aðstoðað við að koma á fundum og tengslum við mikilvæga viðskiptavini.  Viðskiptaþjónustan hefur gert samstarfssamning við Íslandsstofu (Promote Iceland) um þjónustu Íslandsstofu við sendiráðin í viðskiptatengdum verkefnum. Innan Íslandsstofu starfar einnig Fjárfestingastofa Íslands sem sérhæfir sig í að kynna fjárfestingamöguleika á Íslandi. 

Þetta samstarf býður upp á fjölbreytilegri möguleika sendiráðanna til að aðstoða atvinnulífið á Íslandi til að koma íslenskum vörum, þjónustu og hugviti á erlenda markaði.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum