Þjónusta við Íslendinga
Aðstoð í neyð eða vanda
Sendiráð Íslands leggur lið Íslendingum sem búsettir eru í Finnlandi og umdæmisríkjum, námsmönnum og ferðamönnum, ef svo ber undir.
Aðstoð sendiráðsins við íslenska borgara getur verið með ýmsum hætti. Algengast er að fólk leiti til sendiráðsins vegna útgáfu vegabréfa og samskipta við hin ýmsu stig finnskrar og íslenskrar stjórnsýslu. Einnig aðstoðar sendiráðið Íslendinga m.a. vegna veikinda eða slysa, sakamála og afplánunar refsidóma, skjalavottana, leit að týndum einstaklingum og heimflutnings látinna, veikra eða vegalausra borgara. Þá býðst Íslendingum að taka próf hjá íslenskum menntastofnunum í sendiráðinu og greiða atkvæði utankjörfundar.
Umsjónarmaður aðstoðar- og ræðismála er Sigrún Bessadóttir, fulltrúi.
Sendiráðið vekur athygli á að utan opnunartíma má óska eftir borgaraþjónustu í neyðartilfellum hjá neyðarvakt utanríkisráðuneytisins í síma +354 545-0112 sem er opin allan sólarhringinn.
Ferðamönnum í vanda er bent á að hafa í fyrstu samband við borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins í síma +354 545 0112.
Athugið að sendiráðið veitir ekki fjárhagsaðstoð.
Sjá frekari upplýsingar um borgaraþjónusta fyrir íslenska ríkisborgara erlendis
Info Norden er upplýsingavefur á vegum Norrænu ráðherranefndarinnar um flutninga á milli Norðurlandanna, t.d. í tengslum við atvinnuleit, skatta, sjúkratryggingar, lífeyri, barnabætur og tollamál.
Nordisk eTax er upplýsingasíða um skattamál fyrir þá, sem eru búsettir í einu norrænu ríkjanna, en hafa tekjur eða eiga eignir í einhverju öðru þeirra.
this is Finland er opinber vefur Finnlands með gagnlegum upplýsingum.
Vegabréfsáritanir
Á vefsetri utanríkisráðuneytisins er að finna upplýsingar um vegabréfsáritanir sem Íslendingar þurfa vegna ferðalaga til einstakra landa.
Útlendingastofnun veitir upplýsingar um vegabréfsáritanir sem erlendir ríkisborgarar þurfa vegna ferðalaga til Íslands
Ökuskírteini
Íslenskum sendiskrifstofum er óheimilt að taka á móti umsóknum um íslensk ökuskírteini ef viðkomandi Íslendingur er með fasta búsetu erlendis. Föst búseta miðast við að viðkomandi búi a.m.k. 185 daga á hverju almanaksári í viðkomandi landi. Undanskildir eru aðilar sem dvelja erlendis vegna tímabundinna verkefna eða náms
Íslendingar með fasta búsetu erlendis verða því að sækja um ökuskírteini í því landi sem þeir teljast hafa fasta búsetu í.
Um ökuskírteini og ökuréttindi á Íslandi
Exchanging a foreign driving licence for a Finnish licence
Skráning barna í þjóðskrá
Mögulegt er að láta skrá börn sem fædd og búsett eru í Finnlandi en eru með íslenskan ríkisborgararétt í þjóðskrá á Íslandi og fá þau þá úthlutað íslenskri kennitölu. Gefa þarf upp fullt nafn barns og fæðingardag. Beiðninni þarf einnig að fylgja virkatodistus/ämbetsbevis frá finnska Digi- ja väestötietovirasto / Myndigheten för digitalisering och befolkningsdata eða finnsku kirkjunni. Hægt er að hafa beint samband við þjóðskrá en sendiráðið kemur gögnunum til skila sé þess óskað.
- Fylla þarf út Beiðni um skráningu barns sem fætt er erlendis í þjóðskrá
- Hafi íslenskur, ógiftur karlmaður eignast barn erlendis fyrir 1. júlí 2018 með erlendum ríkisborgara, þá þarf að sækja um skráningu barnsins hjá Útlendingastofnun. Útlendingastofnun sendir í þeim tilvikum beiðni um skráningu í þjóðskrá þegar búið er að staðfesta ríkisfang barns. Öll fylgiskjöl tilgreind á eyðublaðinu verða að fylgja beiðninni og uppfylla kröfur til erlendra skjala. Fæðingarvottorð þurfa að vera gefin út af skráningaraðilum í viðkomandi landi. Á vottorðinu eiga að koma fram upplýsingar um fæðingardag barns, nöfn foreldra og nafn barns.
Íslendingafélag
Félagið er með síðu á Facebook "Íslendingar í Finnlandi" og er hægt er að skrá sig þar, fylgjast með og kynnast starfsemi félagsins.
Samband íslenskra námsmanna erlendis (SINE) veitir allar nánari upplýsingar um nám erlendis
Próftaka í sendiráði
Íslenskum námsmönnum er heimilt að taka próf frá íslenskum menntastofnunum í sendiráðinu á virkum dögum. Menntastofnun skal senda beiðni um próftöku á netfang sendiráðsins helsinki(a)utn.is og gera grein fyrir nemanda, námsgrein og dagsetningu prófs. Beiðnin skal vera send með ekki minna en viku fyrirvara. Frekari upplýsingar og leiðbeiningar fást hjá sendiráðinu með því að senda póst á sama netfang.
.
Íslendingar þurfa í sumum tilvikum vegabréfsáritanir til að geta ferðast til annarra ríkja. Frekari upplýsingar er að finna á vef utanríkisráðuneytisins um Vegabréfsáritanir.
Skv. upplýsingum frá dómsmálaráðuneytinu er íslenskum sendiskrifstofum nú óheimilt að taka á móti umsóknum um íslensk ökuskírteini ef viðkomandi Íslendingur er með fasta búsetu erlendis. Föst búseta miðast við að viðkomandi búi a.m.k. 185 daga á hverju almanaksári í viðkomandi landi. Undanskildir eru aðilar sem dvelja erlendis vegna tímabundinna verkefna eða náms (12. gr. tilsk. nr. 2006/126/EBE).
Þetta stafar af því að umferðalögunum var breytt í lok febrúar 2016. Inn í lögin kom ákvæði sem tiltekur að "föst búseta á Íslandi" sé meðal þeirra skilyrða sem þarf að uppfylla til að geta fengið útgefið íslenskt ökuskírteini. Íslendingar með fasta búsetu erlendis verða því að sækja um ökuskírteini í því landi sem þeir teljast hafa fasta búsetu í.
Mögulegt er að láta skrá börn sem fædd og búsett eru í Finnlandi en eru með íslenskan ríkisborgararétt í Þjóðskrá á Íslandi og fá þau þá úthlutað íslenskri kennitölu. Gefa þarf upp fullt nafn barns og fæðingardag. Beiðninni þarf einnig að fylgja virkatodistus/ämbetsbevis frá finnska maistraatti/magistrat eða finnsku kirkjunni. Hægt er að hafa beint samband við þjóðskrá en sendiráðið kemur gögnunum til skila sé þess óskað.
Fylla þarf út eyðublað sem er að finna á heimasíðu þjóðskrár.
Félag Íslendinga í Finnlandi er með hópsíðu á Facebook og er hægt er að skrá sig í hópinn.
Samband íslenskra námsmanna erlendis (SINE) veitir allar nánari upplýsingar um nám erlendis
Próftaka í sendiráði
Íslenskum námsmönnum er heimilt að taka próf frá íslenskum menntastofnunum í sendiráðinu á virkum dögum. Menntastofnun skal senda beiðni um próftöku á netfang sendiráðsins helsinki (a)utn.is og gera grein fyrir nemanda, námsgrein og dagsetningu prófs. Beiðnin skal vera send með ekki minna en viku fyrirvara. Frekari upplýsingar og leiðbeiningar fást hjá sendiráðinu með því að senda póst á helsinki(a).utn.is.