Listsýningar í sendiráðinu
Listafólki gefst færi á að sækja um að sýna verk sín hjá sendiráðinu í London. Áhugasamir geta sent inn beiðni með lýsingu á verkum sínum og yfirliti um verk sín til menningar- og viðskiptafulltrúa sendiráðsins, Eyrúnu Hafsteinsdóttur, á netfangið eyrun[hjá]mfa.is.
Gert er ráð fyrir að hver sýning standi yfir í fjóra til sex mánuði í senn og fara þær fram á jarðhæð sendiráðsins. Rýmið býður aðeins upp á list sem hengja má upp á vegg. Íslenskir listamenn hafa forgang en verk annarra verða að hafa ákveðna skírskotun til Íslands eða íslenskrar menningar.
Meðal listamanna sem hafa sýnt verk sín í sendiráðinu undanfarin ár:
Guðrún Sigríður Haraldsdóttir
Sossa
Tolli
Lína Rut
Inga Lísa Middleton
Anna Dóra
Hafdís Bennet
Hendrikka Waage
Jón Sæmundur