Þjónusta við Íslendinga
Íslendingum sem hyggja á nám eða lengri dvöl í Kanada er bent á að leita sér upplýsinga um nauðsynlegan undirbúning að flutningi hjá sendiráði Kanada á Íslandi.
Hér að neðan er hægt að leita upplýsinga um endurnýjun vegabréfa, ökuskírteini og starfsemi tengda Vestur-Íslendingum.
Hægt er að sækja um vegabréf hjá sendiráðinu í Ottawa.
Upplýsingar um nauðsynleg gögn, tímapantanir, verð og fleira má finna hér.
Sendiráðið og ræðismenn geta gefið út neyðarvegabréf. Neyðarvegabréf eru einungis gefin út ef umsækjandi getur ekki sótt vegabréf í sendiráði eða á Íslandi. Taka skal fram að neyðarvegabréf eru ekki ákjósanleg ferðaskilríki.
Búnaður til að taka við umsóknum um vegabréf er í eftirtöldum sendiráðum Íslands erlendis: Berlín, Brussel, Genf, Helsinki, Kaupmannahöfn, Kampala, Lilongwe, London, Moskvu, Nýju-Delí, Osló, Ottawa, París, Peking, Stokkhólmi, Tókýó, Vín, Washington DC, og á aðalræðisskrifstofum í Nuuk, Þórshöfn og Winnipeg. Á þessum sendiskrifstofum er því hægt að sækja um vegabréf.
Ekki er lengur unnt að framlengja gildistíma almennra íslenskra vegabréfa.
Íslenskir ríkisborgarar þurfa ekki vegabréfsáritun til Kanada, hyggist þeir dvelja skemur en 90 daga í landinu.
Hyggist íslenskur ríkisborgari dvelja lengur en 90 daga í Kanada þarf hann að sækja um vegabréfsáritun í sendiráði Kanada á Íslandi.
Athygli er vakin á því að skv. nýjum reglum ber öllum ferðamönnum sem ferðast í gegnum Bandaríkin að framvísa raflesanlegu vegabréfi.
Hægt er að sækja um nýtt ökuskírteini hjá sendiráði Íslands í Ottawa
- Viðkomandi kemur í sendiráðið og fyllir út umsóknareyðublað
- Viðkomandi kemur með eina (1) passamynd
- Sendiráðið sendir umsóknina til Ríkislögreglustjóra sem sendir svo skírteinið beint til viðkomandi
- Ökuskírteini kostar kr. 3.500 eða ca 65 CAD auk póstburðargjalda
- Hægt er að láta þýða íslenska skírteinið á ensku og kostar sú þýðing 24 CAD
Er íslenskt ökuskírteini gilt erlendis?
Nánari upplýsingar um ökuréttindi er hægt að nálgast á vef Samgöngustofu.
Talið er að allt að 200 þúsund Kanadamenn eigi rætur að rekja til Íslands. Vestur-Íslendingar reka blómlega félagsstarfsemi víða í Kanada og á Íslandi sinna nokkrir samstarfi við Vestur-Íslendinga.
Hér að neðan er að finna tengla í vefsetur sem tengjast Vestur-Íslendingum í Kanada og á Íslandi.