Viðskipti
Viðskiptaþjónusta
Markmið Viðskiptaþjónustu utanríkisráðuneytisins er að efla samkeppnisstöðu og árangur íslenskra fyrirtækja í útrás. Viðskiptafulltrúar starfa innan flestra sendiráða Íslands, hafa greiðan aðgang að tengslaneti sendiráðanna og góða þekkingu á staðháttum. Geta þeir auðveldað aðgang að erlendum stjórnvöldum og opnað dyr að stærri viðskiptaaðilum. Viðskiptafulltrúinn vinnur fjölbreytt markaðstengd verkefni sem eru sérsniðin að þörfum viðskiptavinarins.
Sendiráðið í Washington D.C.
Í samræmi við verkefnasamning sendiráðsins veitir sendiráðið þjónustu á borð við markaðsathuganir og leit að hugsanlegum samstarfsaðilum. Viðskiptafulltrúi sendiráðsins er Einar Hansen Tómasson og er starfsstöð hans í húsnæði fastanefndar Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum í New York. Hann svarar öllum almennum fyrirspurnum um viðskiptamál og tekur að sér sérhæfðari og viðameiri verkefni. Sendiráðið og viðskiptafulltrúinn í New York veita fjölbreytta þjónustu og má sem dæmi nefna:
- Aðstoð við skipulagningu kynninga og ráðstefna
- Afnot af fundarsal
- Aðstoð við leit að umboðsaðilum
- Skipulagning viðskiptaheimsókna
- Á vettvangi – viðskiptafulltrúi fylgir fyrirtækjum á fund erlendra aðila