Viðbúnaðarstig lækkað
Stjórnvöld í Belgíu hafa ákveðið að lækka viðbúnaðarstig í Belgíu úr 4 í 3. Þrátt fyrir lækkun viðbúnaðarstigsins er fólk hvatt til að sýna aðgát, fylgjast vel með fjölmiðlum og fara að tilmælum stjórnvalda. Varðandi upplýsingar um gildandi viðbúnaðarstig og ráðleggingar stjórnvalda, er almenningi ráðlagt að kynna sér efni heimasíðu neyðarstjórnstöðvar Belgíu (www.crisiscentrum.be), á facebook www.facebook.com/crisiscenterbe (efni á ensku) og twitter síðu þeirra @crisiscentrebe.
Enn er óljóst hvenær Zaventem-flugvöllur (BRU) verður opnaður en tilkynnt hefur verið að flugvöllurinn muni verða lokaður a.m.k. fram til mánudagsins 28. mars. Hafið samband við flugfélagið ykkar til að fá nánari leiðbeiningar eða á heimasíðu flugvallarins: http://www.brusselsairport.be/en/