Hoppa yfir valmynd
24. mars 2016

Viðbúnaðarstig lækkað

Stjórnvöld í Belgíu hafa ákveðið að lækka viðbúnaðarstig í Belgíu úr 4 í 3. Þrátt fyrir lækkun viðbúnaðarstigsins er fólk hvatt til að sýna aðgát, fylgjast vel með fjölmiðlum og fara að tilmælum stjórnvalda. Varðandi upplýsingar um gildandi viðbúnaðarstig og ráðleggingar stjórnvalda, er almenningi ráðlagt að kynna sér efni heimasíðu neyðarstjórnstöðvar Belgíu (www.crisiscentrum.be), á facebook www.facebook.com/crisiscenterbe (efni á ensku) og twitter síðu þeirra @crisiscentrebe.

Enn er óljóst hvenær Zaventem-flugvöllur (BRU) verður opnaður en tilkynnt hefur verið að flugvöllurinn muni verða lokaður a.m.k. fram til mánudagsins 28. mars. Hafið samband við flugfélagið ykkar til að fá nánari leiðbeiningar eða á heimasíðu flugvallarins: http://www.brusselsairport.be/en/

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta