Alþingiskosningar 2017
Utankjörfundaratkvæðagreiðsla vegna alþingiskosninga 28. október 2017 er hafin í sendiráði Íslands í Brussel.
Tekið er á móti kjósendum á eftirfarandi tímum:
Alla virka daga frá 10:00 til 16:00.
Athygli er vakin á því að sérstakir opnunartímar verða þriðjudaginn 17. október frá 10:00 til 20:00 og laugardaginn 21. október frá 13:00 til 16:00.
Jafnframt er unnt að kjósa hjá kjörræðismönnum Íslands og eru væntanlegir kjósendur vinsamlegast beðnir um að hafa samband við viðkomandi kjörræðismann til að sammælast um tíma.
Kjósendur eru beðnir um að framvísa íslenskum persónuskilríkjum með mynd (ökuskírteini eða vegabréf).
Gert er ráð fyrir að kjósendur kynni sér sjálfir hverjir eru í framboði og hvaða listabókstafir eru notaðir. Stjórnmálaflokkar hafa til 13. október til að skila framboðslistum til kjörnefndar og verða upplýsingar birtar um þá í kjölfarið. Hagnýtar upplýsingar um kosningarnar verða birtar á www.kosning.is.
Athugið að kjósandi annast sjálfur og kostar sendingu atkvæðisbréfs síns. Kjörstjóri kemur þó bréfinu í póst sé þess óskað svo fremi sem greitt hafi verið fyrir sendingarkostnaðinn. Bréfið þarf að berast til viðkomandi kjörstjórnar á Íslandi fyrir eða í síðasta lagi laugardaginn 28. október. Síðasti dagur til að kjósa í sendiráðinu er föstudagurinn 27. október.
Þeir Íslendingar sem hafa búið erlendis lengur en frá 1. desember 2008 og ekki eru á kjörskrá þurfa að sækja sérstaklega um að þeir verði teknir á kjörskrá. Umsókn þarf að hafa borist Þjóðskrá í síðasta lagi 11. október 2017. Eyðublað vegna þessa má nálgast hér: https://skra.eydublod.is/Forms/Form/A-290
Ákvörðun um að vera tekinn á kjörskrá gildir í fjögur ár frá 1. desember eftir að umsókn var lögð fram.