Hoppa yfir valmynd
31. janúar 2018 Utanríkisráðuneytið

Tilnefning Vatnajökulsþjóðgarðs á heimsminjaskrá UNESCO

Fastafulltrúi Íslands gagnvart UNESCO, Kristján Andri Stefánsson sendiherra, og Sigurður Á. Þráinsson deildarstjóri á skrifstofu landgæða í umhverfis- og auðlindaráðuneytinu afhentu í höfuðstöðvum UNESCO í dag umsókn Íslands um að Vatnajökulsþjóðgarður verði tilnefndur á heimsminjaskrá UNESCO.

Á myndinni eru auk Kristjáns Andra og Sigurðar forstöðumaður heimsminjaskrifstofu UNESCO dr. Mechthild Rössler og starfsmaður hennar Alessandro Balsamo sem veittu tilnefningunni viðtöku.

Sjá frekari upplýsingar um Heimsminjaskrifstofu á www.heimsminjar.is

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta