Hoppa yfir valmynd
4. júní 2018

Þjóðhátíðarskemmtun 17. júní í London

Sunnudaginn 17. júní fara hátíðarhöld fram í St. Luke's Church/St. Luke's Crypt í Chelsea.

Dagskráin hefst á messu kl. 15:00 þar sem sr. Sigurður Arnarson þjónar fyrir altari. Sendiherra Íslands, Stefán Haukur Jóhannesson, flytur ávarp og fjallkona Íslands fer með ljóð. Íslenski kórinn syngur undir stjórn Helga Rafns Ingvarssonar.

Eftir messunar verður haldin skemmtidagskrá í garði kirkjunnar á vegum Félags Íslendinga í London. Íslenskar pylsur og sælgæti verða boðin til sölu og hoppukastali og fleira verður til skemmtunar fyrir börnin.

Hvar:
St. Luke's Church / St. Luke's Crypt
Sydney Street
London SW3 6NH

Hvenær:
Messa hefst kl. 15:00

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta