Hoppa yfir valmynd
12. september 2018

Þórarinn Eldjárn kynnir skáldsöguna Baróninn í París

Verið velkomin á kynningu á sagnfræðilegu skáldsögunni Baróninn eftir Þórarin Eldjárn er haldin verður í norræna bókasafninu í París þriðjudaginn 18. september nk. kl. 18:15.  Höfundur mun þar reka sögu Barónsins dularfulla, Charles Gaudrée Boilleau, er settist að á Íslandi árið 1898.  Boilleau var stórættaður heimsborgari og hámenntaður listamaður sem vonaðist til að finna sjálfan sig í íslenskri sveit, órafjarri umbrotum heimsmenningarinnar. Fyrr en varði hafði hann keypt sér kostajörðina Hvítárvelli í Borgarfirði og hafði þar búskap; götuheitið Barónsstígur í Reykjavík vitnar um að þar kom hann einnig við.  Stórbrotnar hugmyndir hans féllu ekki allar í frjóan jarðveg og brátt varð ljóst að háleitir draumar hans og íslenskur veruleiki áttu illa saman – nútíminn var ekki kominn til Íslands.

Kynningin fer fram á ensku.  Vinsamlegast tilkynnið þátttöku í síma 01 44 41 97 50 eða á tölvupósti: [email protected]

Bibliothèque Sainte-Geneviève
Salle de lecture de la Bibliothèque nordique
6, rue Valette (1er étage), 75005 Paris

 

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta