Fundi varnarmálaráðherra NATO lokið
Fundi varnarmálaráðherra Atlantshafsbandalagsins lauk í Brussel í dag.
Meginefni fundarins var umræða um framlög ríkjanna til varnarmála, og eftirfylgni ákvarðana sem teknar voru á leiðtogafundi bandalagsins í Brussel 11.-12. júlí sl. um breytingar á herstjórnarkerfi bandalagsins, fælingu og varnir og málefni Rússlands.
Fundað var í vinnuhópi um kjarnavopn (Nuclear Planning Group), NATO-Georgíunefndinni og með utanríkismálastjóra ESB, auk varnarmálaráðherra Finnlands og Svíþjóðar, um samstarf NATO og ESB og uppbyggingarverkefni við suðurjaðar bandalagsins.
Loks kynntu fulltrúar hollenskra yfirvalda niðurstöður rannsóknar á rússneskri netárás á Efnavopnastofnunina (OPCW) í Haag. Fastafulltrúi Íslands gagnvart Atlantshafsbandalaginu, Anna Jóhannsdóttir, sat fundinn fyrir Íslands hönd.