Hoppa yfir valmynd
4. október 2018

Fundi varnarmálaráðherra NATO lokið

Fundi varnarmálaráðherra Atlantshafsbandalagsins lauk í Brussel í dag. 

Meginefni fundarins var umræða um framlög ríkjanna til varnarmála, og eftirfylgni ákvarðana sem teknar voru á leiðtogafundi bandalagsins í Brussel 11.-12. júlí sl. um  breytingar á herstjórnarkerfi bandalagsins, fælingu og varnir og málefni Rússlands.

Fundað var í vinnuhópi um kjarnavopn (Nuclear Planning Group), NATO-Georgíunefndinni og með utanríkismálastjóra ESB, auk varnarmálaráðherra Finnlands og Svíþjóðar, um samstarf NATO og ESB og uppbyggingarverkefni við suðurjaðar bandalagsins.

Loks kynntu fulltrúar hollenskra yfirvalda niðurstöður rannsóknar á rússneskri netárás á Efnavopnastofnunina (OPCW) í Haag.  Fastafulltrúi Íslands gagnvart Atlantshafsbandalaginu, Anna Jóhannsdóttir, sat fundinn fyrir Íslands hönd.

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta