Hoppa yfir valmynd
5. október 2018

Gunnar Pálsson afhenti trúnaðarbréf sem sendiherra Íslands í Belgíu

Gunnar Pálsson, sendiherra, lengst til vinstri, ásamt Auði Rán Þorgeirsdóttur, Sigríði Eysteinsdóttur og Ólafi Friðrikssyni sem öll starfa í sendiráðinu. - mynd

Gunnar Pálsson afhenti konungi Belga, Filippusi I, trúnaðarbréf sitt sem sendiherra Íslands í Belgíu í konungshöllinni í Brussel, 4. október 2018. Við þetta tækifæri lýsti konungur áhuga á auknum samskiptum ríkjanna m.a. á sviði viðskipta, og spurðist fyrir um m.a. norðurslóðamál og afleiðingar loftlagsbreytinga á Íslandi.  Sendiráðið sér um tvíhliða samskipti Íslands og Belgíu, auk annarra verkefna. Í Belgíu búa yfir 300 Íslendingar og veitir sendiráðið þeim þjónustu á ýmsa vegu, m.a. með útgáfu vegabréfa, aðstoð í neyðartilvikum og skipulagningu utankjörfundaatkvæðagreiðslu.

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta