Hoppa yfir valmynd
11. október 2018

Málþing í Uppsala í tilefni af 100 ára fullveldisafmælinu

Sendiráð Íslands í samstarfi við Institutionen för nordiska språk við Uppsalaháskóla og Isländska sällskapet, héldu veglegt heilsdagsmálþing í tilefni af 100 ára fullveldi Ísland í Humanistiska teatern í Uppsölum í dag.

Þar kenndi ýmissa grasa. Heimir Pálsson, dósent, ræddi þróun íslensks samfélags síðustu 100 árin í erindi sem bar yfirskriftina Från medeltiden till framtiden på 100 år (frá miðöldum til framtíðar á 100 árum). Því næst fjallaði Reynir Böðvarsson, eldfjallafræðingur, um eldgos og jarðskjálfta og velti því upp hvort slíkar náttúruhamfarir gætu nokkurn tímann haft eitthvað jákvætt í för með sér. Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor við Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, tók svo við og fjallaði um stöðu íslensku tungunnar og þær hættur sem að henni steðja.  

Síðari hluti dagskrárinnar snérist svo fremur að listum. Rithöfundurinn Steinunn Sigurðardóttir fjallaði um það hvernig það er að skrifa á leynitungumáli og þýðandinn John Swedenmark sagði frá reynslu sinni sem þýðandi íslenskra bókmennta. Leikkonan Bára Lyngdal Magnúsdóttir spjallaði svo um reynslu sína af því að vera Íslendingur sem býr erlendis og tilfinningar sinna til landsins og íslenskra hefða.

Dagskránni lauk með djass á íslensku, fluttum af söngkonunni Stínu Ágústdsdóttur og píanistanum Önnu Grétu Sigurðardóttur.

Málþingið fór fram í Humanistiska teatern í Uppsala.

Meðfylgjandi myndir tók ljósmyndarinn Palli Kristmundsson.

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta