Hoppa yfir valmynd
25. október 2018

Afmælishátíð íslenska hestsins fagnað í Danmörku

Íslenska sendiráðið í Kaupmannahöfn í samvinnu við Dansk Islandsk samfund, Dansk Islandshesteforening og markaðsverkefnið Horses of Iceland héldu uppá 50 ára afmælishátíð Íslandshestasamtakanna og fögnuðu um leið 100 ára fullveldisafmæli Íslands í Danmörku 21. október sl. 

Íslenski hesturinn dró að sér mikla athygli almennings og er talið að allt að 2.500 manns hafi tekið þátt í hátíðarhöldunum. Fjörutíu knapar tóku þátt í skrúðreið á íslenskum hestum sem fór frá konunglegu hesthúsunum við Kristjánsborgarhöll í gegnum miðbæ Kaupmannahafnar, m.a. niður Strikið, og að menningarhúsinu Norðurbryggju. Það voru samstarfsráðherrar Norðurlandanna í Danmörku og Íslandi sem leiddu skrúðreiðina, þau Eva Kjer Hansen og Sigurður Ingi Jóhannsson.

Á Norðurbryggju var  boðið uppá  fjölbreytta menningardagskrá allan daginn sem tengist íslenska hestinum. Kórarnir Hafnarbræður og Dóttir, tveir af fimm kórum Íslendinga í Kaupmannahöfn, tóku á móti hópreiðinni með söng. Gestir fengu að klappa hestunum, boðið var upp á fyrirlestra og kynningar á hlutverki íslenska hestsins, kvikmyndasýningar, íslenskan mat og til sölu var fjölbreyttur varningur sem tengist Íslandshestasamfélaginu og íslenskri menningu. Dönsku Íslandshestasamtökin gáfu út bókina „Gudernes heste i Danevang“að þessu tilefni. Icelandair bauð upp á happdrætti og var gjafabréf fyrir Íslandsferð í vinning. Kristinn Hugason, formaður Söguseturs íslenska hestsins hélt fyrirlestur um íslenska hestinn á fullveldisöld. Myndbönd Horses of Iceland voru spiluð og gátu gestir einnig skoðað hestinn í íslenskri náttúru með 360° sýndarveruleikagleraugum og fengið kynningarefni með fallegum myndum af íslenska hestinum gefins. 

Dönsku Íslandshestasamtökin eru aðilar að Horses of Iceland markaðsverkefninu sem Íslandsstofa leiðir og því kom Íslandsstofa að dagskránni með virkum hætti. Markmiðið með þessum viðburði var að breiða út þekkingu á íslenska hestinum og auka áhuga á Íslandshestamennskunni í Danmörku, og fagna bæði 50 ára afmæli Íslandshestasamtakanna í Danmörku og 100 ára fullveldinu.

Samfélagið um íslenska hestinn í Danmörku er mjög öflugt, en fjöldi íslenskra hesta í Danmörku er 37.000 og u.þ.b. 10.000 félagsmenn stunda hestamennsku á íslenskum hestum í 66 hestamannafélögum.

  • Afmælishátíð íslenska hestsins fagnað í Danmörku - mynd úr myndasafni númer 1
  • Afmælishátíð íslenska hestsins fagnað í Danmörku - mynd úr myndasafni númer 2
  • Afmælishátíð íslenska hestsins fagnað í Danmörku - mynd úr myndasafni númer 3
  • Afmælishátíð íslenska hestsins fagnað í Danmörku - mynd úr myndasafni númer 4
  • Afmælishátíð íslenska hestsins fagnað í Danmörku - mynd úr myndasafni númer 5
  • Afmælishátíð íslenska hestsins fagnað í Danmörku - mynd úr myndasafni númer 6
  • Afmælishátíð íslenska hestsins fagnað í Danmörku - mynd úr myndasafni númer 7

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta