Hoppa yfir valmynd
20. nóvember 2018

Ísland í öndvegi á Global Positive Forum í París

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ávarpaði Global Positive Forum við setningarathöfn ráðstefnunnar í París í dag. Ísland mælist þriðja árið í röð meðal þriggja efstu á Positive Economy Index og er af því tilefni í öndvegi á ráðstefnunni. Auk forsætisráðherra taka Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra og Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra þátt í pallborðsumræðum á ráðstefnunni í dag.

Positive Economy Index mælikvarðinn hefur verið gefinn út frá árinu 2013 og mælir framtíðarhorfur ríkja, ekki aðeins m.t.t. efnahags heldur einnig stefnumótunar, auðlindastjórnunar, velferðar, menntunar, heilbrigðisþjónustu og félagslegra og siðferðilegra gilda.

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta