Bókmenntakvöld með Þórarni Eldjárn
Efnt var til bókmenntakvölds í embættisbústað sendiherra í tilefni af því að bókin Landnámur kemur út í sænskri þýðingu í dag, 29. nóvember (sænska: Landnamsmän).
Þórarinn og þýðandi hans, John Swedenmark, lásu úr bókinni fyrir viðstadda auk þess sem þeir ræddu um bókmenntir, útgáfu og þýðingar meðal annars. Þá gafst gestum einnig tækifæri á að glugga í fleiri af bókum Þórarins.
Í kvöld munu þeir Þórarinn og John svo fagna útgáfu bókarinnar á sérstökum útgáfuviðburði í Åmål sem haldinn er í tengslum við bókmenntahátíðina Bokdagar í Dalsland.
Að því loknu er ferð þeirra heitið til Gautaborgar þar sem enn verður rætt um bókina á viðburði í Göteborgs Litteraturhus. Sá viðburður fer fram föstudaginn 30. nóvember klukkan 13:00.