Hoppa yfir valmynd
7. desember 2018

Ástandið í Úkraínu til umræðu á ÖSE-fundi.

á ÖSE ráðherrafundi í Mílano, Ítalíu, 6.-7. desember 2018 - mynd

Ástand mála í Úkraínu var áberandi í umræðum á ráðherrafundi Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu (ÖSE) í Mílanó í dag, einkanlega vegna atburðanna við Azovhaf og Kertssund 25. nóvember. Sturla Sigurjónsson ráðuneytisstjóri sat fundinn fyrir hönd utanríkisráðherra. 

Í máli Sturlu kom fram fordæming á framferði Rússa og skoraði hann á Rússa að skila skipunum, sem tekin voru, aftur til Úkraínu og leysa sjóliðana úr haldi. Ítrekaði hann einarðan stuðning við sjálfstæði Úkraínu og Georgíu.

Jafnframt hvatti hann til þess, að aðildarríki ÖSE sameinuðust um að endurnýja Vínarskjalið, virða samninginn um hefðbundinn herafla í Evrópu (CFE) og samninginn um opna lofthelgi. Jafnframt var stuðningi lýst við viðræður ÖSE-aðildarríkja um takmörkun vígbúnaðar.

Ráðuneytisstjóri áréttaði mikilvægi framlags ÖSE til efnahags- og umhverfismála á ÖSE-svæðinu, þar með talið mikilvægi endurnýjanlegra orkugjafa fyrir orkuöryggi. Lýst var yfir stuðningi Íslands við mannréttindastarf ÖSE og skrifstofu ÖSE fyrir lýðræðislegar stofnanir og mannréttindi (ODIHR).

Að lokum áréttaði ráðuneytisstjóri mikilvægi Miðjarðarhafsvíddar ÖSE fyrir öryggi á öllu ÖSE-svæðinu. Minntist hann á komandi formennsku Íslands í Norðurskautsráðinu, sem tilheyrir ÖSE-svæðinu, enda mörg ÖSE-ríki aðilar að ráðinu.

 

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta