Hoppa yfir valmynd
7. desember 2018 Utanríkisráðuneytið

Utanríkisráðherra í opinberri heimsókn á Indlandi

Guðlaugur Þór Þórðarson og Raj Kumar Singh, orkumálaráðherra Indlands. - mynd
Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra er í opinberri heimsókn á Indlandi. Með honum í för er viðskiptasendinefnd sem samanstendur af hátt í fimmtíu fulltrúum íslenskra fyrirtækja. 

Í dag átti Guðlaugur Þór fundi með orkumálaráðherra Indlands, Raj Kumar Singh, og ferðamálararáðherra Indlands, K.J. Alphons, og opnaði viðskiptaþing sem Íslandsstofa stóð fyrir í samvinnu við Íslensk-indverska viðskiptaráðið, utanríkisráðuneytið og WOW air. 

„Indland er annað fjölmennasta ríki heims og ört stækkandi hagkerfi. Beint áætlunarflug milli landanna opnar ýmsa möguleika á sviði ferðaþjónustu og annarra viðskipta,“ sagði Guðlaugur Þór eftir fund sinn með ferðamálaráðherra. Þar ræddu ráðherrarnir aukin umsvif í ferðaþjónustu sem viðbúið er að aukist enn frekar með beinu flugi. 

Á fundi sínum með orkumálaráðherra fór Guðlaugur Þór yfir samstarfsmöguleika á sviði jarðvarma sem enn hefur ekki verið nýttur að neinu marki á Indlandi. „Á Indlandi hefur orðið mikil vakning varðandi endurnýjanlega orkugjafa til að mæta aukinni orkuþörf og stemma stigu við loftslagsbreytingum. Íslensk sérþekking á jarðhitamálum getur nýst í því samhengi en hingað til hafa Indverjar helst nýtt sólar- og vindorku í þessum tilgangi,“ sagði Guðlaugur Þór

Á vel sóttu viðskiptaþingi Íslandsstofu var lögð áhersla á ferðaþjónustu, matvæli og hátækni. „Viðskipti milli ríkjanna hafa hingað til verið fremur lítil en samstarfsmöguleikarnir eru óendanlegir,“ sagði ráðherra í opnunarávarpi sínu. Hrósaði hann sérstaklega framlagi viðskiptaráðanna en sjötíu fyrirtæki eru meðlimir í Íslensk-indverska viðskiptaráðinu og Indversk-íslenska viðskiptaráðinu.

  • Guðlaugur Þór Þórðarson ásamt K.J. Alphons, ferðamálaráðherra Indlands. - mynd
  • Guðlaugur Þór Þórðarson ávarpar viðskiptaþing Íslandsstofu í Nýju-Delí. - mynd
  • Fjöldi blaðamanna sótti viðskiptaþingið í Nýju-Delí. - mynd

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta