Hoppa yfir valmynd
8. desember 2018 Utanríkisráðuneytið

Fundur utanríkisráðherra Íslands og Indlands

Sushma Swarai, utanríkisráðherra Indlands,tók vel á móti Guðlaugi Þór Þórðarsyni utanríkisráðherra.  - mynd

Fríverslun, loftslagsmál og alþjóðamál voru á meðal umræðuefna á fundi Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, utanríkisráðherra, og Sushma Swaraj, utanríkisráðherra Indlands sem haldinn var í Nýju Delí fyrr í dag.

Utanríkisráðherrarnir ræddu aukna möguleika í viðskiptum og ferðaþjónustu samhliða beinu flugi frá Íslandi til Indlands og mikilvægi þess að blása lífi í fríverslunarviðræður EFTA ríkjanna og Indlands, en fyrirhuguð næsta samningviðskiptalota verður haldiner fyrirhuguð í febrúar nk. Þá var aukið samstarf í orkumálum og í sjávarútvegi sömuleiðis til umfjöllunar.

Á fundi utanríkisráðherrana voru helstu viðfangsefni alþjóðastjórnmálanna einnig til umfjöllunar, þ.m.t. umbætur á störfum Sameinuðu þjóðanna og mannréttindamál, en Indland tekur sæti í mannréttindaráðinu um næstu áramót þar sem Ísland situr fyrir. Þá ræddu ráðherrarnir þróun mála á norðurslóðum og fyrirhugaða formennsku Íslands í Norðurskautsráðinu, sem og loftslagsmál og endurnýjanlega orkugjafa í því tilliti. Þá skiptust ráðherrarnir á upplýsingum um öryggismál í hvorum heimshluta um sig.

„Það var einkar gagnlegt að eiga orðastað við utanríkisráðherra Indlands um stöðu mála á alþjóðavettvangi og ljóst að við deilum áherslum og gildum í mörgu, meðal annars á vettvangi Sameinuðu þjóðanna. Áhugi indverskra stjórnvalda á málefnum norðurslóða fer jafnframt vaxandi og ljóst að Indland mun láta meira að sér kveða á alþjóðavettvangi á komandi árum. Því er mikilvægt að rækta tengslin og stofna til aukins samstarfs, sem er megintilgangur heimsóknar minnar til Indlands,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson.

  • Fundur utanríkisráðherra Íslands og Indlands  - mynd úr myndasafni númer 1
  • Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra og Sushma Swarai, utanríkisráðherra Indlands - mynd
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta