Hoppa yfir valmynd
19. desember 2018

Ísland tekur við formennsku vestræna ríkjahópsins hjá UNESCO

Kristján Andri Stefánsson, sendiherra og fastafulltrúi Íslands hjá UNESCO, tekur við formennskunni af breska starfsbróður sínum. Matthew Lodge - mynd
Kristján Andri Stefánsson, sendiherra og fastafulltrúi Íslands gagnvart UNESCO tók í dag fyrstur Íslendinga við keflinu sem formaður hins svokallaða vestræna ríkjahóps hjá UNESCO (ríkjahóps 1). Ísland tók við formennskunni af Bretum.

Vestræni ríkjahópurinn samstendur af ríkjum Vestur-Evrópu og Norður-Ameríku. Í formennskunni felst auk fundarstjórnar að samhæfa afstöðu ríkjahópsins, miðla málum og koma fram fyrir hönd hópsins út á við, bæði gagnvart öðrum ríkjahópum og stofnuninni sjálfri.

Íslands hefur ekki áður gegnt formennsku í ríkjahópnum. Formennskan er liður í virkari þátttöku Íslands í starfsemi stofnunarinnar í aðdraganda framkvæmdastjórnarkjörs UNESCO árið 2021, þegar Ísland verður í framboði. Einnig er unnið að því að auka samstarf við stofnunina á sviði þróunarsamvinnu.

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta