Hoppa yfir valmynd
10. janúar 2019

Afhending trúnaðarbréfs í Portúgal

Afhending trúnaðarbréfs í Portúgal - mynd© 2016-2019 Presidency of the Portuguese Republic
 Kristján Andri Stefánsson afhenti í dag Marcelo Rebelo de Souza forseta trúnaðarbréf sitt sem sendiherra Íslands í Portúgal. Afhendingin fór fram við hátíðlega athöfn í forsetahöllinni í Lissabon, Palácio de Belém, að viðstaddri Teresa Ribeiro aðstoðarutanríkisráðherra og háttsettum embættismönnum. 

Við þetta tækifæri ræddu þeir farsæl samskipti og viðskipti milli landanna fyrr og síðar og möguleika á að auka samstarf þeirra frekar undir merkjum Uppbyggingarsjóðs EES, sér í lagi að því er varðar verkefni tengd jafnréttismálum annars vegar og hafinu og bláa hagkerfinu hins vegar. Í því samhengi greindi sendiherra frá forystuhlutverki Íslands í Norrænu ráðherranefndinni og Norðurskautsráðinu á þessu ári og vakti athygli á höfuðáherslum í formennskuáætlunum Íslands, m.a. að því er varðar bláan vöxt, sjálfbæra ferðamennsku og ungt fólk.

Í för sinni mun sendiherra jafnframt eiga fleiri fundi með viðeigandi stjórnvöldum til að fylgja þessum samstarfsmöguleikum eftir.

© 2016-2019 Presidency of the Portuguese Republic

© 2016-2019 Presidency of the Portuguese Republic

Sendiherra Íslands ásamt sendiherrum Gvæjana, Benín, forseta Portúgals og sendiherrum Máritíus og Jamaíka við athöfnina í Lissabon í dag.

© 2016-2019 Presidency of the Portuguese Republic

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta