Slóvakía tekur við ÖSE formennsku 2019.
Mynd: Fastafulltrúar aðildarríkja ÖSE ásamt Miroslav Lajcak utanríkisráðherra Slóvakíu.
Slóvakía hefur tekið við formennsku ÖSE fyrir árið 2019. Á fastaráðsfundi stofnunarinnar sagði formaðurinn, að Slóvakía legði áherslu á að koma í veg fyrir átök og miðla málum, ásamt því að byggja upp öryggi fyrir fólk og stuðla að virku alþjóðasamstarfi.