Íslenskt tónlistarsprengigos í Stokkhólmi
Í febrúar brýst angi af hinni kraumandi íslensku tónlistarsenu í gegnum ísilagða jarðskorpuna í Stokkhólmi með sannkölluðu tónlistarsprengigosi þar sem bæði vel þekktir listamenn og nýstirni á hraðri uppleið koma fram.
Til að vekja athygli á þessum annars ótengdu viðburðum hefur sendiráðið í Stokkhólmi safnað þeim saman undir nafninu Isländskt musikutbrott, sem á íslensku gæti útlagst sem íslenskt tónlistargos. Þá hafa íslenskir tónlistarmenn í Stokkhólmi verið hvattir til að nýta tækifærið og láta að sér kveða á sama tíma.
Á meðal þeirra tónlistarmanna og hljómsveita sem þegar er staðfest að komi fram eru:
Kælan Mikla - Kraken, 2. febrúar
Ásgeir - Skandiascenen, 13. febrúar
Marína Ósk kvartett - Hotel Hellsten, 14. febrúar
Ólafur Arnalds, - Skandiascenen 14. og 15. febrúar (uppselt)
Júníus Meyvant - Nalen, 17. febrúar
Fleiri viðburðir munu bætast við á næstu dögum. Fylgist með dagskránni á Facebook-síðu viðburðarins.
Tónlistarmenn og hljómsveitir sem hafa áhuga á að taka þátt eru beðnir að hafa samband við menningarfulltrúa sendiráðsins í síma 545 7803 eða með tölvupósti; [email protected].