Fyrsti undirbúningsfundur Efnahags- og umhverfisvíddar ÖSE í Vín 28. -29. janúar 2019.
Guðni Bragason fatafulltrúi lagði áherslu á nýtingu endurnýjanlegrar orku, einkanlega jarðvarmaorku, í þágu sjálfbærrar þróunar og orkuöryggis á ÖSE-svæðinu í umræðum á fyrsta fundinum í undirbúningsferlinu fyrir árlegan fundi efnahags- og umhverfisvíddarinnar í haust. Viðfangsefni haustfundarins verður „Promoting economic progress and security in the OSCE area through energy co-operation, new technologies, good governance and connectivity in the digital era“.
Ræða fastafulltrúa, 28. janúar 2019