Afhending trúnaðarbréfs á Srí Lanka
Guðmundur Árni Stefánsson afhenti trúnaðarbréf sitt sem sendiherra Íslands á Srí Lanka þann 1.febrúar síðastliðinn við hátíðlega athöfn i forsetahöllinni i höfuðborginni, Colombo.
Forseti Srí Lanka, Maithripala Sirisena veitt trúnaðabréfinu viðtöku og áttu sendiherra og forsetinn í kjölfarið samtal um samskipti ríkjanna, sem eru vinsamleg og góð.
Í ferðinni átti sendiherrann jafnframt gagnlega fundi með Ranil Wickremesinghe, forsætisráðherra Srí Lanka og utanríkisráðherranum Thilak Marapana.
Guðmundur Árni er sendiherra Íslands á Indlandi, með aðsetur í Nýju Delí, en umdæmisríki sendiráðsins eru, auk Srí Lanka, Nepal og Bangladess.