Hoppa yfir valmynd
26. febrúar 2019

Afhending trúnaðarbréfs í Kosta Ríka

Afhending trúnaðarbréfs í Kosta Ríka - myndUtanríkisráðuneytið

Pétur Ásgeirsson afhenti Carlos Alvarado Quesada, forseta Kosta Ríka, trúnaðarbréf sitt sem sendiherra Íslands þar í landi með aðsetur í Kanada 13. febrúar sl.

Við athöfnina spilaði lítil sinfóníuhljómsveit þjóðsöngva beggja ríkja og sendiherrann átti að afhendingunni lokinni  fund með forsetanum þar sem m.a. var rætt um það sem löndin eiga sameiginlegt og þá möguleika sem eru fyrir hendi um aukin samskipti á milli landanna. Forsetinn hafði sérstakan áhuga á jafnréttismálum, nýtingu jarðhita og fiskveiðum. Í lokin lýsti hann aðdáun sinni á íslenska landsliðinu í fótbolta, sem hann sagði að hefði hrifið alla þjóð sína.

Í ferð sinni til Kosta Ríka hélt sendiherrann einnig fundi m.a. með Manuel Ventura, utanríkisráðherra landsins, Dyalá Jiménez Figueres, utanríkisviðskiptaráðaherra, Victor Morales, þingmanni og formanni eins stjórnarflokkanna og Patricia Villegas, þingkonu.

Kjörræðismaður Íslands í San José, Ricardo Castro Calvo, tók þátt í heimsókninni og sótti alla fundina með sendiherranum.

  • Afhending trúnaðarbréfs í Kosta Ríka - mynd úr myndasafni númer 1
  • Afhending trúnaðarbréfs í Kosta Ríka - mynd úr myndasafni númer 2

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta