Hoppa yfir valmynd
8. mars 2019

#Wiki4Women - átak UNESCO og Wikimedia Foundation á alþjóðlegum baráttudegi kvenna

Í tilefni af alþjóðlegum baráttudegi kvenna, tekur Ísland þátt í að styrkja ákall UNESCO og Wikimedia Foundation um að stuðla að aukinni umfjöllun um konur á upplýsingasíðum Wikimedia. Á Wikipedia eru 12.152 greinar um Íslendinga, en einungis tæplega 19% af þeim er um konur sem þó er örlítið hærra hlutfall en á alþjóðavísu. Kristján Andri Stefánsson, sendiherra og fastafulltrúi Íslands gagnvart UNESCO og Ingibjörg Davíðsdóttir sendiherra og kosningastjóri framboðs Íslands til setu í framkvæmdastjórn UNESCO 2021-2025, tóku þátt í að rétta af kynjaskekkjuna á Wikipedia í höfuðstöðvum UNESCO í París í dag.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Audrey Azoulay, aðalframkvæmdastjóri UNESCO og Ingibjörg Davíðsdóttir sendiherra

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Kristján Andri Stefánsson og Ingibjörg Davíðsdóttir

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta