Hoppa yfir valmynd
13. mars 2019 Utanríkisráðuneytið

Afhending trúnaðarbréfs í Kenía

Unnur Orradóttir Ramette sendiherra afhendir Uhuru Muigai Kenyatta, forseta Kenía, trúnaðarbréf sitt sem sendiherra Íslands í landinu með aðsetur í Kampala.  - myndUtanríkisráðuneytið

Þann 12. mars afhenti Unnur Orradóttir Ramette, Uhuru Muigai Kenyatta, forseta Kenía, trúnaðarbréf sitt sem sendiherra Íslands í landinu með aðsetur í Kampala.

Eftir athöfnina ræddu þau samskipti landanna á sviði jarðhita, en íslenskar stofnanir og fyrirtæki hafa verið virk á mörgum sviðum jarðhitanýtingar í Kenía um árabil, bæði opinberar stofnanir og íslensk fyrirtæki. Jarðhitaskólinn hefur jafnframt verið mjög virkur í starfi í Kenía, tekið yfir 120 Keníabúa í þjálfun á Íslandi og haldið námskeið í Kenía á jarðhitasviðinu. Einnig hefur skólinn komið að uppbyggingu á þekkingar,- og þjálfunarmiðstöð  í Kenía, sem ætlað er að þjóna löndum við afrísku sigdældina í framþróun jarðhitanýtingar, en Kenía er í dag leiðandi í jarðhitanýtingu í Afríku.

Þá ræddu þau jafnréttis,-og mannréttindamál og stjórnmál í álfunni og hvernig mætti auka tvíhliða viðskipti landanna.

Við þetta tilefni færði Unnur forseta Kenía samúðarkveðjur vegna flugslyssins í Eþíópíu á sunnudaginn. 32 kenískir ríkisborgarar voru um borð í flugvél Ethiopian Air sem fórst skömmu eftir flugtak frá flugvellinum í Addis Ababa á leið sinni til Naíróbí.

  • Unnur Orradóttir Ramette sendiherra færði forseta Kenía samúðarkveðjur vegna flugslyssins í Eþíópíu á sunnudag en 32 Keníamenn voru um borð í vélinni sem fórst - mynd
  • Frá afhendingarathöfninni 12. mars - mynd
  • Unnur Orradóttir Ramette sendiherra afhendir Uhuru Muigai Kenyatta, forseta Kenía, trúnaðarbréf sitt sem sendiherra Íslands í landinu með aðsetur í Kampala.  - mynd
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta