Hoppa yfir valmynd
29. apríl 2019

Sýningaropnun á verkum Elsu Nielsen

Sýningin SQUARE með verkum eftir Elsu Nielsen verður opnuð í sendiráðinu fimmtudaginn 2. maí kl. 16:30. 

Elsa Nielsen er grafískur hönnuður og listakona. Hún er fædd í Reykjavík en bjó í Albertslund á unglingsárum sínum og á því sterkar rætur að rekja til Danmerkur. Hún útskrifaðist sem grafískur hönnuður frá Listaháskóla Íslands árið 1999. Strax á námsárum sínum fór Elsa að sýna málverk og á nú að baki fjölda sam- og einkasýninga á sviði málaralistar. Hún hefur einkum einbeitt sér að því að mála uppstækkaðan grafískan myndflöt á striga með akrýllitum. Elsa var útnefnd Bæjarlistamaður Seltjarnarness árið 2016.

Elsa ljær verkunum dýpt með því að byggja myndflötinn upp með sparsli og sandi. Uppbygging allra verkanna á þessari sýningu sameinar rætur hennar með því að blanda saman jarðvegi; sandi frá Danmörku og hrauni frá Íslandi. Þetta er fyrsta einkasýning Elsu í Danmörku og þykir henni afar vænt um að geta loksins deilt list sinni með æskuvinum sínum í Danaveldi.

 

 

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta