Hoppa yfir valmynd
17. maí 2019

Forseti Alþingis í opinberri heimsókn í Svíþjóð

Forseti Alþingis í opinberri heimsókn í Svíþjóð - myndSara Friberg/Kungl. Hovstaterna

Dagana 14.-16. maí var forseti Alþingis, Steingrímur J. Sigfússon, í opinberri heimsókn í Svíþjóð í boði forseta sænska þingsins Andreas Norlén. Steingrímur var með þétta dagskrá á meðan heimsókninni stóð. Heimsóknin hófst með áheyrn hjá Carl XVI Gustaf Svíakonungi. Eftir það var dagskrá í sænska þinghúsinu þar sem Steingrímur fundaði með forseta sænska þingsins Andreas Norlén. Þar tóku þátt þingmenn frá utanríkisnefnd, efnahags- og viðskiptanefnd, stjórnarskrárnefnd og atvinnulífsnefnd auk sendinefndar Svíþjóðar í Norræna ráðinu.

Þann 15. maí var viðburðarríkur, en á dagskránni voru m.a. fundir með utanríkisráðherra Svíþjóðar Margot Wallström, Ann Linde viðskiptaráðherra og samstarfsráðherra Norðurlandanna auk Ibrahim Baylan atvinnulífsráðherra. Steingrímur fundaði þar að auki með Cecilia Brink, forseta borgarstjórnar í Stokkhólmi.

Að lokum ferðaðist Steingrímur og sendinefnd hans til Uppsala og hittu þar landshöfðingjann Göran Enander sem tók á móti þeim í Uppsalahöll. Sendinefndin hitti líka Isländska sällskapet við Uppsalaháskóla, sem í ár fagnar 70 ára afmæli sínu. Félagið hefur það sem markmið að efla nám og kennslu í íslensku og íslenskri menningu auk þess að styrkja menningarleg tengsl milli Svíþjóðar og Íslands.

Svíþjóð fékk síðast opinbera heimsókn frá Íslandi þegar forsetahjónin heimsóttu sænsku konungshjónin í janúar 2018.

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta